Handbolti

Munar aðeins einu stigi á fimm efstu liðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 6 mörk í toppslagnum í gær.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 6 mörk í toppslagnum í gær. Vísir/Daníel
Það er óhætt að segja að það sé jöfn toppbarátta í Olís deild karla í handbolta en eftir sigra Hauka og Aftureldingar í gærkvöldi þéttist baráttan á toppnum enn frekar.

Nú munar aðeins einu stigi á toppliði Hauka (12 stig) og liði Vals sem er í 5. sæti með 11 stig. Valsmenn eru með langbestu markatöluna í deildinni en samt eru fjögur lið fyrir ofan þá í töflunni.

Valsmenn eru líka eina liðið af þessum efstu fimm sem hafa tapað meira en einum leik. Valsmenn gafa tapað tveimur leikjum en öll hin fjögur liðin eru með einn tapleik. Selfyssingar töpuðu sínum fyrsta deildarleik í vetur á Ásvöllum í gær.

Það er athyglisvert að bera saman árangur Hauka og Selfoss en eftir þessi úrslit í gær eru þau næstum því alveg jöfn. Þau eru nefnilega með jafnmarga sigra, jafnmörg jafntefli, jafnfá tapleiki, jafnmörk stig og jafna markatölu.

Eini munurinn liggur í mörkum skoruðum og mörkum fengnum á sig og þar munar bara einu marki á hvorum stað. Markatala Haukanna er 234-217 en markatala Selfyssinga er 233-216.

Deildin hefur jafnframt skipts í tvo hluta en það eru fimm stig á milli fimmta og sjötta sætis. Liðin í 6. til 10. sætis eru hinsvegar öll jöfn með 6 stig í fyrstu 8 umferðum deildarinnar.

Stig og markatala efstu fimm liðanna í Olís deild karla:

1. Haukar    12 stig (+17)

2. Selfoss    12 stig (+17)

3. FH        12 stig (+4)

4. Afturelding    11 stig (+8)

5. Valur    11 stig (+32)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×