Seinni bylgjan: Vanmetnustu landsliðsmenn Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:00 Hverjir komust á listann hjá Degi? S2 Sport Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn Olís-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn
Olís-deild karla Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira