Seinni bylgjan: Vanmetnustu landsliðsmenn Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:00 Hverjir komust á listann hjá Degi? S2 Sport Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira