Seinni bylgjan: Vanmetnustu landsliðsmenn Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:00 Hverjir komust á listann hjá Degi? S2 Sport Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Dagur Sigurðsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld og var hann fenginn til þess að taka saman topplista fyrrum liðsfélaga sinna í íslenska landsliðinu sem voru vanmetnir. Dagur á 215 A-landsleiki á baki fyrir Ísland og spilaði með fjölda frábærra landsliðsmanna. En hverjir fengu ekki þá viðurkenningu sem þeir áttu skilið eða hafa gleymst í umræðunni? Fyrstur á blað, í fimmta sæti listans, var Júlíus Jónasson. „Vanmetinn sem sóknarmaður. Hann var náttúrulega gríðarlega sterkur varnarmaður og allir muna eftir honum sem algjörum jaxl þar.“ „Ég man eftir leik sem var 1988 í Valsheimilinu á móti FH, þar var hann sko tekinn úr umferð þegar leikurinn byrjaði. Það var ekkert verið að bíða eftir fyrsta markinu, hann var tekinn úr umferð um leið en skoraði samt einhver 10 mörk.“ Í fjórða sæti er Halldór Ingólfsson. 40 landsleikir og 44 mörk í þeim, margfaldur Íslandsmeistari sem skein hvað skærast 2003. „Var fyrst og fremst frábær deildarspilari hérna heima en kom líka inn í landsliðið og það var frábært að spila með honum, boltinn flaut vel í gegnum hann.“ Þriðji var Gunnar Andrésson. „Frábær leikmaður báðu megin á vellinum, skotmaður með góðar fintur í báðar áttir og mikill leiðtogi.“ Björgvin Þór Björgvinsson með 53 landsleiki og 77 mörk situr í öðru sæti listans. „Einn af þessum Borisar drengjum. Allar hans hreyfingar voru mjög Boris-legar. Ótrúlega mikið akkúrat leikmaður sem fékk oft ekki að hrós sem hann átti skilið.“ Vanmetnasti leikmaðurinn sem Dagur Sigurðsson spilaði með á sínum langa landsliðsferli er Ingi Rafn Jónsson. „Ég held hann sé vanmetnasti handboltamaður sem Ísland hefur átt.“ „Hann spilaði með okkur í Val, var yfirleitt áttundi maðurinn og var yfirburðarmaður. Hann var algjör baráttuhundur og mikill sigurvegari. Honum var hent í öll verkefni og hann leysti allt.“ „Leikmaður sem lítið fór fyrir og fékk oft ekki þá athygli sem við hinir fengum.“ Yfirferð Dags yfir listann má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Topp 5 vanmetnir landsliðsmenn
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira