Það vita kannski ekki allir að þessi átján ára framherji er í eigu enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal en hann eyddi tíu árum í unglingaliðum Arsenal.
Arsenal lánaði Reiss Nelson til Hoffenheim í lok ágúst en rétt áður skrifaði hann undir nýjan langan samning við Arsenal. Samingur hans við Arsenal er til loka júnímánaðar 2022.
Der #Bundesliga Rookie Award by @TAGHeuer im Oktober geht an @ReissNelson9 von der @tsghoffenheim. Glückwunsch! #BLROOKIE#DontCrackUnderPressurepic.twitter.com/j3wTKlAb3p
— BUNDESLIGA (@Bundesliga_DE) November 13, 2018
Það tók Reiss Nelson aðeins fjórtán mínútur að skora í sínum fyrsta leik fyrir Hoffenheim og hann hefur nú skorað 6 mörk í fyrstu 7 deildarleikjum sínum.
Reiss Nelson skoraði sigurmarkið á móti Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg um helgina en Nelson er með fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum og Hoffenheim hefur unnið þá alla.
Your #BLRookie of the Month @ReissNelson9#DontCrackUnderPressurepic.twitter.com/QwZ2lmqu43
— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) November 12, 2018