Devi Unmathallegadoo var í gær myrt með lásboga fyrir framan börnin sín fimm á heimili þeirra í Austur-Lundúnum á Bretlandseyjum. Devi var langt gengin en læknum tókst að bjarga barninu. Devi lést stuttu síðar.
Eiginmaður hennar, Imtiaz Muhammad, fann árásarmanninn í garðskýli þegar hann ætlaði losa sig við nokkra pappakassa. Árásarmaðurinn hafði beðið þolinmóður í skýlinu með strenginn spenntan á lásboganum.
Imtiaz sá strax í hvað stefndi og hljóp eins og fætur toguðu aftur inn í húsið og skipaði fjölskyldunni að flýja.
Devi var að vaska upp þegar hún heyrði hróp eiginmannsins en náði ekki forða sér í tæka tíð. Árásarmaðurinn elti Imtiaz inn í hús og skaut Devi í kviðinn. Hann hæfði þó ekki fóstrið en litlu munaði.
„Ég get ekki varist þeirri hugsun að hún hafi fengið örina sem var ætluð mér,“ segir Imtiaz í samtali við fréttastofu Sky News en hann lýsir atburðum gærdagsins sem hræðilegum og þá sérstaklega vegna þess að börnin fimm hafi orðið vitni að morðinu á Devi.
Árásarmaðurinn heitir Ramanodge Unmathallegadoo og er fimmtugur.
Barnshafandi kona myrt með lásboga í Lundúnum
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
