Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 17:57 Jón Gnarr var borgarstjóri á árunum 2010 til 2014. Fréttablaðið/GVA Jón Gnarr hefur ákveðið að farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar var borgarstjóri Reykjavíkur. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Greint var frá því fyrir skemmstu að Jón Gnarr hefði tekið verkið með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri, en það hafði prýtt skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón Gnarr gegndi því embætti. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk ef það fengi að hanga uppi á skrifstofu borgarstjóra Reykjavíkur. Mikil umræða skapaðist í kjölfar fréttar Fréttablaðsins af málinu og því haldið fram að verkið væri milljóna virði og jafnvel að Jón Gnarr þyrfti að gefa það upp til skatts.Ætlar að farga verkinu svo það trufli engan Jón Gnarr sagði það af og frá að verkið væri milljóna virði, í raun væri einungis um að ræða eftirprentun, eða plakat, sem hægt er að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir. Hann segir í dag á Facebook að hann hafi ákveðið, í samráði við eiginkonu sína Jógu Jóhannsdóttur, að farga Banksy-myndinni við fyrsta tækifæri. „Þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan. Ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið upp hanskan fyrir í þessu máli og hafa ekki viljað trúa því að ég væri svona illa innréttaður eins og sumir hafa verið að gera skóna.“Jón Gnarr og Jóga. Fréttablaðið/EyþórHafði samband við Banksy eftir krókaleiðum Jón Gnarr segist hafa verið aðdáandi listamannsins Banksy lengi og að hann hefði haft samband við hann eftir krókaleiðum þegar kosningarnar árið 2010 voru afstaðnar. Hann segist hafa lýst yfir aðdáun sinni og beðið hann um verk til að hengja upp á skrifstofunni. Tók myndina heim til minningar um borgarstjóratíðina Hann segir öll samskiptin hafa farið fram í gegnum þriðja aðila en eftir langan tíma þá fékk hann myndina senda í tölvupósti með þeim skilaboðum að hann mætti prenta hana út og hengja hana upp. „Mér fannst þetta mikil upphefð. Ég var bara sá einfeldningur að halda að þetta væri eitthvað merkilegt og þess vegna fullyrti ég það í þessu viðtali sem við mig var tekið. Seinna þegar mér varð ljós einfeldni mín reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og fannst þetta bara krúttlegt. Þegar ég svo hætti störfum tók ég myndina með mér til minningar um þennan tíma og hef svo sem ekkert velt þessu neitt fyrir mér,“ skrifar Jón. Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr.Fréttablaðið/GVASegir myndina verðlausa Hann segir myndina hafa hangið uppi og hann tekið fjölda mynda af sér og öðrum fyrir framan hana sem birst hafa á Facebook, Twitter og öðrum stöðum. „Og mér fannst það ekkert tiltökumál þar sem myndin er verðlaus og hefur takmarkað gildi fyrir nokkurn nema mig. Annars hefði mér aldrei dottið í hug að taka hana með mér og hvorki starfsfólk Ráðhússins, Listasafn Reykjavíkur eða samstarfsfólk mitt hefði heldur látið það gerast hefði verið um raunveruleg verðmæti að ræða, sem ég hefði ekki áttað mig á.“ Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Jón Gnarr hefur ákveðið að farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar var borgarstjóri Reykjavíkur. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Greint var frá því fyrir skemmstu að Jón Gnarr hefði tekið verkið með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri, en það hafði prýtt skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón Gnarr gegndi því embætti. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk ef það fengi að hanga uppi á skrifstofu borgarstjóra Reykjavíkur. Mikil umræða skapaðist í kjölfar fréttar Fréttablaðsins af málinu og því haldið fram að verkið væri milljóna virði og jafnvel að Jón Gnarr þyrfti að gefa það upp til skatts.Ætlar að farga verkinu svo það trufli engan Jón Gnarr sagði það af og frá að verkið væri milljóna virði, í raun væri einungis um að ræða eftirprentun, eða plakat, sem hægt er að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir. Hann segir í dag á Facebook að hann hafi ákveðið, í samráði við eiginkonu sína Jógu Jóhannsdóttur, að farga Banksy-myndinni við fyrsta tækifæri. „Þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan. Ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið upp hanskan fyrir í þessu máli og hafa ekki viljað trúa því að ég væri svona illa innréttaður eins og sumir hafa verið að gera skóna.“Jón Gnarr og Jóga. Fréttablaðið/EyþórHafði samband við Banksy eftir krókaleiðum Jón Gnarr segist hafa verið aðdáandi listamannsins Banksy lengi og að hann hefði haft samband við hann eftir krókaleiðum þegar kosningarnar árið 2010 voru afstaðnar. Hann segist hafa lýst yfir aðdáun sinni og beðið hann um verk til að hengja upp á skrifstofunni. Tók myndina heim til minningar um borgarstjóratíðina Hann segir öll samskiptin hafa farið fram í gegnum þriðja aðila en eftir langan tíma þá fékk hann myndina senda í tölvupósti með þeim skilaboðum að hann mætti prenta hana út og hengja hana upp. „Mér fannst þetta mikil upphefð. Ég var bara sá einfeldningur að halda að þetta væri eitthvað merkilegt og þess vegna fullyrti ég það í þessu viðtali sem við mig var tekið. Seinna þegar mér varð ljós einfeldni mín reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og fannst þetta bara krúttlegt. Þegar ég svo hætti störfum tók ég myndina með mér til minningar um þennan tíma og hef svo sem ekkert velt þessu neitt fyrir mér,“ skrifar Jón. Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr.Fréttablaðið/GVASegir myndina verðlausa Hann segir myndina hafa hangið uppi og hann tekið fjölda mynda af sér og öðrum fyrir framan hana sem birst hafa á Facebook, Twitter og öðrum stöðum. „Og mér fannst það ekkert tiltökumál þar sem myndin er verðlaus og hefur takmarkað gildi fyrir nokkurn nema mig. Annars hefði mér aldrei dottið í hug að taka hana með mér og hvorki starfsfólk Ráðhússins, Listasafn Reykjavíkur eða samstarfsfólk mitt hefði heldur látið það gerast hefði verið um raunveruleg verðmæti að ræða, sem ég hefði ekki áttað mig á.“
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58