Veita aukið fjármagn í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 23:55 Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007. Vísir/EPA Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni. Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni.
Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25
Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30