Handbolti

Sjaldan verið meiri stemmning fyrir handboltanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einar Andri Einarsson
Einar Andri Einarsson s2 sport
Olísdeild karla hefur sjaldan verið jafn spennandi, aðeins einu stigi munar á liðunum í fyrsta og fimmta sæti deildarinnar. Í neðri hlutanum eru fimm lið jöfn með sex stig.

„Þetta er búið að vera frábært mót hingað til. Átta umferðir búnar, mikið drama og mikil læti,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Afturelding er í fjórða sætinu með 11 stig og mætir toppliði Hauka í stórleik annað kvöld.

„Haukarnir eru búnir að vera virkilega góðir, sérstaklega núna að undan förnu. Komin góð holning á þá og þeir eru sterkir í öllum þáttum leiksins. Þetta verður krefjandi verkefni fyrir okkur.“

„Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og það er skemmtilegt fyrir áhorfendur og þá sem eru að fjalla um þetta. Það hefur sjaldan verið jafn mikil stemmning í kringum handboltann,“ sagði Einar Andri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×