Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Áform Voigt Travel sýna að þörf er á uppbyggingu við flugvöllinn á Akureyri að mati bæjarstjóra. Fréttablaðið/Pjetur Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira