Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr fyrir framan verkið á skrifstofu borgarstjóra þegar hann gegndi því embætti. Fréttablaðið/GVA Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir jafnframt borgarráðsfulltrúarnir og áheyrnarfulltrúinn hafi lagt fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir öllum samskiptum Jóns, eða annarra starfsmanna Reykjavíkurborgar, við fulltrúa listamannsins. Jón hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi falast sjálfur eftir verki eftir Banksy á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Fékk hann verkið sent með þeim skilyrðum að það yrði hengt upp á skrifstofu borgarstjóra sem var og gert. Jón tók verkið hins vegar heim til sín þegar hann hætti sem borgarstjóri árið 2014 og segist hafa gert það til minningar um borgarstjóratíðina.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrirspurnina og tillöguna fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.Vísir/EgillAðeins plakat sem sé ekki mikils virði Síðustu viku hefur mikið verið fjallað um málið eftir að Fréttablaðið greindi frá því að Jón hefði tekið verkið með sér. Segir hann að það hafi verið persónuleg gjöf sem sé ekki mikils virði; hann hafi fengið verkið sent í tölvupósti, látið prenta það út og svo sett á álplötu. Bar hann sjálfur kostnaðinn af því, en Jón hefur sagt verkið aðeins vera plakat sem hægt sé að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Það sé því ekki eins verðmætt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Það var svo í fyrradag sem Jón lét farga verkinu vegna umræðunnar síðustu daga og spurninga um hvort honum hafi verið heimilt að taka með sér verk af skrifstofu borgarstjóra sem hann fékk þegar hann gegndi því embætti. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins óskuðu jafnframt eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður myndi skila áliti á því hvort Jóni hafi verið heimilt að taka verk Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnartíðinni. Var afgreiðslu málsins frestað á fundinum í gær en hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn og tillögu fulltrúanna:Fyrirspurn: Óskað er eftir öllum samskiptum við fulltrúa listamannsins Banksy vegna verks sem Jón Gnarr fyrrv. borgarstjóri fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þau samskipti sem fóru fram í gegnum fyrrv. borgarstjóra eða aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar við fulltrúa Bansky.Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hafi verið heimilt að taka verk listamannsins Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnar tíð hans.Tillaga: Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni hvort hér hafi myndast skaðabótaskylda gagnvart borginni. Fréttin hefur verið uppfærð með texta tillögunnar og fyrirspurninni. Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir jafnframt borgarráðsfulltrúarnir og áheyrnarfulltrúinn hafi lagt fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir öllum samskiptum Jóns, eða annarra starfsmanna Reykjavíkurborgar, við fulltrúa listamannsins. Jón hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi falast sjálfur eftir verki eftir Banksy á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Fékk hann verkið sent með þeim skilyrðum að það yrði hengt upp á skrifstofu borgarstjóra sem var og gert. Jón tók verkið hins vegar heim til sín þegar hann hætti sem borgarstjóri árið 2014 og segist hafa gert það til minningar um borgarstjóratíðina.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrirspurnina og tillöguna fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.Vísir/EgillAðeins plakat sem sé ekki mikils virði Síðustu viku hefur mikið verið fjallað um málið eftir að Fréttablaðið greindi frá því að Jón hefði tekið verkið með sér. Segir hann að það hafi verið persónuleg gjöf sem sé ekki mikils virði; hann hafi fengið verkið sent í tölvupósti, látið prenta það út og svo sett á álplötu. Bar hann sjálfur kostnaðinn af því, en Jón hefur sagt verkið aðeins vera plakat sem hægt sé að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Það sé því ekki eins verðmætt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Það var svo í fyrradag sem Jón lét farga verkinu vegna umræðunnar síðustu daga og spurninga um hvort honum hafi verið heimilt að taka með sér verk af skrifstofu borgarstjóra sem hann fékk þegar hann gegndi því embætti. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins óskuðu jafnframt eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður myndi skila áliti á því hvort Jóni hafi verið heimilt að taka verk Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnartíðinni. Var afgreiðslu málsins frestað á fundinum í gær en hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn og tillögu fulltrúanna:Fyrirspurn: Óskað er eftir öllum samskiptum við fulltrúa listamannsins Banksy vegna verks sem Jón Gnarr fyrrv. borgarstjóri fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þau samskipti sem fóru fram í gegnum fyrrv. borgarstjóra eða aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar við fulltrúa Bansky.Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hafi verið heimilt að taka verk listamannsins Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnar tíð hans.Tillaga: Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni hvort hér hafi myndast skaðabótaskylda gagnvart borginni. Fréttin hefur verið uppfærð með texta tillögunnar og fyrirspurninni.
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08