Samningur Ramsey við Arsenal rennur út í lok þessa tímabils og Arsenal ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning.
Það var búist við að Ramsey og Arsenal færu í viðræður um nýjan samning en ekkert varð að því. Forráðamenn Arsenal tilkynntu síðan velska miðjumanninum í október að hann gæti farið frá liðinu í sumar.
Bayern Munich have shown an interest in signing Aaron Ramsey from Arsenal, according to Sky Germany: https://t.co/ipBuFg2uNkpic.twitter.com/G288zAs1Xa
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 16, 2018
Bayern hefur leyfi til að setja saman samningstilboð fyrir Aaron Ramsey sex mánuðum áður en gamli samningur hans rennur út.
Aaron Ramsey gæti grætt á því í samningsgerðinni að Bayern fengi hann á frjálsri sölu og þyrfti því ekki að borga Arsenal neitt fyrir hann.
Aaron Ramsey hefur verið í áratug hjá Arsenal en er nú búinn að sætta sig við það að hann spili í öðrum búningi á næsta tímabili. Aaron Ramsey hefur spilað 341 leik fyrir Arsenal og skoraði 59 mörk.
Arsenal keypti Aaron Ramsey á 5 milljónir punda frá Cardiff City árið 2008.