Innlent

Sænskir bræður þjónusta blinda

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi þar sem þeir fóru strax í nokkra vikna einangrun en er nú á leiðinni til starfa hjá eigendum sínum. Um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð. Bræðurnir eru einstaklega rólegir, yfirvegaðir og fjall myndarlegir eins og umsjónarmaður þeirra segir.

Það eru þau Björk Arnardóttir og Ingimundur Magnússon sem búa í Þorlákshöfn sem eru umsjónarmenn hundanna og munu sjá um þjálfun þeirra hjá nýjum eigendum á Íslandi. Bræðurnir eru frá Svíþjóð, tveggja ára gamlir og hafa verið í þjálfun þar. Þeir eru ný komnir til landsins, fóru beint í einangrun í nýju einangrunarstöðinni Mósel í Holta og Landsveit og voru að útskrifast þaðan.

„Þeir eru komnir hingað til að sinna sínu verkefni sem þeir eru þjálfaðir til sem er að vera leiðsöguhundar. Það eru þrír notendur hér á Íslandi sem eru að fara að nota þá“, segir Björk sem er hundaþjálfari. 

Björk og Ingimundur, umsjónarmenn hundanna sem munu sjá um þjálfun þeirra með nýjum eigendum á Íslandi sem eru blindir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í dag eru fimm leiðsöguhundar fyrir blinda á Íslandi og nú bætast bræðurnir við. En hvað gera hundarnir fyrir eigendur sína?

„Þeir eru augun þeirra í umhverfinu, fara fram hjá hindrunum og eru að passa þann sem er að nota þá, t.d. að viðkomandi gangi ekki á, reki sig utan í hluti. Þeir geta líka fundið hurðar og þeir stoppa við þröskulda og gatnabrúnir og þá geta þeir líka fundið afgreiðsluborð, þannig að þeir eru til margra hluta nytsamlegir“, segir Björk enn fremur.

Björk segir hundana fjallmyndarlega, rólega og yfirvegaða eftir þjálfun sem þeir hafa fengið í Svíþjóð á síðustu tveimur árum.Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×