Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2018 21:00 Breikkun þessa vegarkafla Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, er meðal þeirra verkefna sem búið var að setja á dagskrá á næsta ári. Stöð 2/Björn Sigurðsson. 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45