Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 19:00 Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira