Erfið vika framundan hjá May Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 23:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. EPA/DAVID LEVENSON Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi. Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30