Erfið vika framundan hjá May Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 23:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. EPA/DAVID LEVENSON Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi. Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30