Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. nóvember 2018 22:36 Deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands gagnrýndi vinnubrögð Birgittu í skoðanapistli sem birtist í dag. Vísir/Hanna/Vilhelm Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag. Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag.
Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
„Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43