Heimsmeistaramótið í handbolta hefst þann 10.janúar næstkomandi en mótið verður haldið í Danmörku og Þýskalandi og lýkur með úrslitaleik í Herning þann 27.janúar.
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu verða á meðal þátttakenda en liðið er í sterkum B-riðli ásamt Spáni, Króatíu, Barein, Japan og Makedóníu.
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur birt leikjadagskrá mótsins en íslenska liðið hefur leik föstudaginn 11.janúar. Allir leikir Íslands fara fram í Ólympíuhöllinni í Munchen.
Leikir Íslands á HM í Þýskalandi (að íslenskum tíma):
11.janúar Ísland-Króatía (17:00)
13.janúar Ísland-Spánn (18:00)
14.janúar Ísland-Barein (14:30)
16.janúar Ísland-Japan (14:30)
17.janúar Ísland-Makedónía (17:00)
Smelltu hér til að sjá leikjadagskrána í heild sinni.
Búið að staðfesta tímasetningar á leikjum Íslands á HM í Þýskalandi
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
