Nærri 60 þúsund farist á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2018 08:30 Ótrúlegur fjöldi flóttafólks hefur farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Afríku eða Mið-Austurlöndum. Vísir/Getty Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira