Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 11:09 Dagur B. Eggertsson kynnti áformin í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Skjáskot Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55
Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30