Íbúðir á minna en 20 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 12:08 Úr kynningu Þorpsins-vistfélags á áformunum í Gufunesi. Skjáskot Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. Félagið, Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum - sem kynnt var í morgun. Í tilkynninu frá Þorpinu segir að stefnt sé að því að ódýrustu íbúðirnar kosti innan við 20 milljónir króna. Útborgun, miðað við fjármögnunarmöguleika fyrstu kaupenda að íbúðarhúsnæði, verði því nálægt 3 milljónum króna hjá væntanlegum félagsmönnum samvinnufélagsins. Íbúðirnar eru í stöðluðum stærðum, stúdíóíbúðir, tveggja herbergja og þriggja herbergja.Sjá einnig: Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnarÍbúðir Þorpsins í Gufunesi verða í þremur stærðum.Skjáskot„Hagkvæmni verkefnisins næst með fjöldaframleiddum einföldum en vönduðum innfluttum timbureiningum sem raðað er saman í fjölbýlishús líkt og tíðkast hefur um árabil á Norðurlöndunum. Slíkt lækkar byggingarkostnað verulega og styttir jafnframt byggingartíma sem lækkar fjármögnunarkostnað. Þá leggja félagsmenn fram eigið fé til sinna íbúða sjálfir, samkvæmt lögum um byggingarsamvinnufélög, og færir slíkt arðsemi þeirrar fjárfestingar beint til þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki byggi verkefnið á föstu byggingarréttargjaldi Reykjavíkurborgar, sem eru 45 þúsund krónur á fermetrann auk gatnagerðargjalda. Hverri íbúð í Gufunesi mun fylgja 15 fermetra grænmetisgarður og möguleiki verður til hænsnahalds. Húsunum fylgir sameiginlegt svæði til æfinga og útivistar sem tengist grenndarskógi við jaðar byggðarinnar og nýrri ylströnd. Þá segist félagið vilja leita samstarfs við Reykjavíkurborg varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu fullkominnar flokkunar- og endurvinnslustöðvar fyrir íbúa. Þvottahús, kaffihús og grillaðstaða eru sameiginleg auk þess sem rafknúnir deilibílar fylgja íbúðum svo íbúar þurfa ekki hver og einn að eiga bíl. Sérstakur vatnastrætó mun síðan tengja hverfið beint við miðborg Reykjavíkur. Móttökustöð/deilibúr verður til staðar fyrir aðsendan mat og vörur sem íbúar panta á netinu og geta sótt þegar þeim hentar. „Áhersla er á félagslegan fjölbreytileika og þann möguleika að ættliðir geti keypt íbúðir saman og deilt með sér ábyrgð á barnauppeldi. Þannig er gert ráð fyrir að 80% íbúða verði ráðstafað til fyrstu kaupenda á aldrinum 18-40 ára, 15% íbúða til fólks eldra en 40 ára með fjölskyldutengsl við kaupendur í fyrri hópnum og 5% íbúða til Félagsbústaða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Kynningu Þorpsins á fyrirætlunum sínum í Gufunesi má sjá hér að neðan, þegar um 71 mínúta er liðin af myndbandinu. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. Félagið, Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum - sem kynnt var í morgun. Í tilkynninu frá Þorpinu segir að stefnt sé að því að ódýrustu íbúðirnar kosti innan við 20 milljónir króna. Útborgun, miðað við fjármögnunarmöguleika fyrstu kaupenda að íbúðarhúsnæði, verði því nálægt 3 milljónum króna hjá væntanlegum félagsmönnum samvinnufélagsins. Íbúðirnar eru í stöðluðum stærðum, stúdíóíbúðir, tveggja herbergja og þriggja herbergja.Sjá einnig: Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnarÍbúðir Þorpsins í Gufunesi verða í þremur stærðum.Skjáskot„Hagkvæmni verkefnisins næst með fjöldaframleiddum einföldum en vönduðum innfluttum timbureiningum sem raðað er saman í fjölbýlishús líkt og tíðkast hefur um árabil á Norðurlöndunum. Slíkt lækkar byggingarkostnað verulega og styttir jafnframt byggingartíma sem lækkar fjármögnunarkostnað. Þá leggja félagsmenn fram eigið fé til sinna íbúða sjálfir, samkvæmt lögum um byggingarsamvinnufélög, og færir slíkt arðsemi þeirrar fjárfestingar beint til þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki byggi verkefnið á föstu byggingarréttargjaldi Reykjavíkurborgar, sem eru 45 þúsund krónur á fermetrann auk gatnagerðargjalda. Hverri íbúð í Gufunesi mun fylgja 15 fermetra grænmetisgarður og möguleiki verður til hænsnahalds. Húsunum fylgir sameiginlegt svæði til æfinga og útivistar sem tengist grenndarskógi við jaðar byggðarinnar og nýrri ylströnd. Þá segist félagið vilja leita samstarfs við Reykjavíkurborg varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu fullkominnar flokkunar- og endurvinnslustöðvar fyrir íbúa. Þvottahús, kaffihús og grillaðstaða eru sameiginleg auk þess sem rafknúnir deilibílar fylgja íbúðum svo íbúar þurfa ekki hver og einn að eiga bíl. Sérstakur vatnastrætó mun síðan tengja hverfið beint við miðborg Reykjavíkur. Móttökustöð/deilibúr verður til staðar fyrir aðsendan mat og vörur sem íbúar panta á netinu og geta sótt þegar þeim hentar. „Áhersla er á félagslegan fjölbreytileika og þann möguleika að ættliðir geti keypt íbúðir saman og deilt með sér ábyrgð á barnauppeldi. Þannig er gert ráð fyrir að 80% íbúða verði ráðstafað til fyrstu kaupenda á aldrinum 18-40 ára, 15% íbúða til fólks eldra en 40 ára með fjölskyldutengsl við kaupendur í fyrri hópnum og 5% íbúða til Félagsbústaða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Kynningu Þorpsins á fyrirætlunum sínum í Gufunesi má sjá hér að neðan, þegar um 71 mínúta er liðin af myndbandinu.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09