Blaðamaður Stundarinnar sýknaður í ærumeiðingarmáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 18:24 Landsréttur staðfesti sýknu héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem blaðamaður á Stundinni var sýknaður af kröfum fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine um ærumeiðingar í dag. Haukur S. Magnússon höfðaði mál gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur vegna ummæla viðmælanda hennar í umfjöllun um að Haukur hafi þurft að láta af störfum sökum ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð þriggja undirmanna hans. Umfjöllunin birtist í fréttablaði og á vef Stundarinnar í febrúar og mars árið 2016. Í dómi héraðsdóms kom fram að umfjöllun um málefni sem þessi væru liður í þjóðfélagslegri umræðu og ætti erindi til almennings. Þar á meðal væri lýsing á efni ásakananna á hendur Hauki. Þá hefði hvergi verið staðhæft í umfjöllun Áslaugar að Haukur væri sekur um nokkur brot. Auk þess hafi verið haft eftir honum að hann vísaði umræddum ásökunum alfarið á bug. Það var mat héraðsdóms að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við umfjöllun sína og að hún hefði ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum. Var hún því sýknuð í héraði og nú hefur sá dómur fengist staðfestur í Landsrétti. Fór Haukur fram á tvær milljónir króna í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og að ummælin sem um ræðir yrðu dæmd ómerk. Hauki var gert að greiða Áslaugu 700.000 krónur í áfrýjunarkostnað. Dómsmál Fjölmiðlar Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem blaðamaður á Stundinni var sýknaður af kröfum fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine um ærumeiðingar í dag. Haukur S. Magnússon höfðaði mál gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur vegna ummæla viðmælanda hennar í umfjöllun um að Haukur hafi þurft að láta af störfum sökum ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð þriggja undirmanna hans. Umfjöllunin birtist í fréttablaði og á vef Stundarinnar í febrúar og mars árið 2016. Í dómi héraðsdóms kom fram að umfjöllun um málefni sem þessi væru liður í þjóðfélagslegri umræðu og ætti erindi til almennings. Þar á meðal væri lýsing á efni ásakananna á hendur Hauki. Þá hefði hvergi verið staðhæft í umfjöllun Áslaugar að Haukur væri sekur um nokkur brot. Auk þess hafi verið haft eftir honum að hann vísaði umræddum ásökunum alfarið á bug. Það var mat héraðsdóms að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við umfjöllun sína og að hún hefði ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum. Var hún því sýknuð í héraði og nú hefur sá dómur fengist staðfestur í Landsrétti. Fór Haukur fram á tvær milljónir króna í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og að ummælin sem um ræðir yrðu dæmd ómerk. Hauki var gert að greiða Áslaugu 700.000 krónur í áfrýjunarkostnað.
Dómsmál Fjölmiðlar Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira