Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 "Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Vísir/AP „Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skrifa undir vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
„Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Skrifa undir vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38