Sveitarfélög standast ekki lög um fjölda leikskólakennara Sveinn Arnarson skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Fjögur sveitarfélög hafa enga menntaða starfsmenn í sínum leikskólum. Fréttablaðið/Anton Aðeins eitt sveitarfélag uppfyllir lög um ráðningu kennara á leikskólum innan síns sveitarfélags. Að meðaltali er 31 prósent kennara á leikskólum landsins með menntun sem leikskólakennarar. Formaður Félags leikskólakennara segir mikilvægt að gera starfið aðlaðandi, bæta vinnuaðstöðu og vinnutíma starfsmanna og hækka laun þeirra. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2017 voru aðeins 30,9 prósent starfsmanna við uppeldis- og menntunarstörf í leikskólum landsins með próf sem leikskólakennarar. Oddviti Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sigurður Þ. Ragnarsson, gerði skort á leikskólakennurum í Hafnarfirði að umtalsefni í vikunni og sagði það blekkingu að halda úti faglegu skólastarfi með svo fáa leikskólakennara innan vébanda bæjarins. Bæjaryfirvöld sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þau töldu ummæli Sigurðar og umfjöllun hans ósanngjarna.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraHaraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir mikilvægt að fjölga leikskólakennurum um allt land. „Sveitarfélög hafa verið að taka yngri börn og við náum ekki nægilegri nýliðun til að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. „Verkefnið er gífurlegt til að uppfylla lágmarkskröfur laganna. Við þurfum að hafa launin samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Við þurfum að bæta starfsskilyrði kennara með því að bæta við undirbúningstímum og stilla starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum varðandi starf og vinnutíma.“ Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, sem eru frá árinu 2008, er kveðið á um að að minnsta kosti tvö af hverjum þremur stöðugildum við kennslu, umönnun og uppeldi séu mönnuð einstaklingum með m leikskólakennarapróf. Sveitarfélagið sem uppfyllir þetta skilyrði laganna er Hörgársveit í Eyjafirði en 77 prósent starfsmanna á leikskólanum í sveitarfélaginu eru með próf í leikskólakennarafræðum. Fjögur sveitarfélög hér á landi hafa enga menntaða starfsmenn í fræðunum á sínum leikskóla. Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Mýrdalshreppur. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hörgársveit Mýrdalshreppur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Aðeins eitt sveitarfélag uppfyllir lög um ráðningu kennara á leikskólum innan síns sveitarfélags. Að meðaltali er 31 prósent kennara á leikskólum landsins með menntun sem leikskólakennarar. Formaður Félags leikskólakennara segir mikilvægt að gera starfið aðlaðandi, bæta vinnuaðstöðu og vinnutíma starfsmanna og hækka laun þeirra. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands frá árinu 2017 voru aðeins 30,9 prósent starfsmanna við uppeldis- og menntunarstörf í leikskólum landsins með próf sem leikskólakennarar. Oddviti Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sigurður Þ. Ragnarsson, gerði skort á leikskólakennurum í Hafnarfirði að umtalsefni í vikunni og sagði það blekkingu að halda úti faglegu skólastarfi með svo fáa leikskólakennara innan vébanda bæjarins. Bæjaryfirvöld sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þau töldu ummæli Sigurðar og umfjöllun hans ósanngjarna.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraHaraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir mikilvægt að fjölga leikskólakennurum um allt land. „Sveitarfélög hafa verið að taka yngri börn og við náum ekki nægilegri nýliðun til að fjölga leikskólakennurum,“ segir Haraldur. „Verkefnið er gífurlegt til að uppfylla lágmarkskröfur laganna. Við þurfum að hafa launin samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Við þurfum að bæta starfsskilyrði kennara með því að bæta við undirbúningstímum og stilla starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum varðandi starf og vinnutíma.“ Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, sem eru frá árinu 2008, er kveðið á um að að minnsta kosti tvö af hverjum þremur stöðugildum við kennslu, umönnun og uppeldi séu mönnuð einstaklingum með m leikskólakennarapróf. Sveitarfélagið sem uppfyllir þetta skilyrði laganna er Hörgársveit í Eyjafirði en 77 prósent starfsmanna á leikskólanum í sveitarfélaginu eru með próf í leikskólakennarafræðum. Fjögur sveitarfélög hér á landi hafa enga menntaða starfsmenn í fræðunum á sínum leikskóla. Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Mýrdalshreppur.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Hörgársveit Mýrdalshreppur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira