Líklega sjór í vélarúminu Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2018 09:10 Flutningsskipið Fjordvik rakst í hafnargarðinn í Helguvík í nótt. Vísir/Einar Árnason „Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr skipinu," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. Fjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar flutningsskipið Fjordvik frá Álaborg rak upp í hafnargarðinn í Helguvík á innsiglingu í nótt. Mikill mannskapur var kallaður út þegar neyðarkall barst frá skipinu rétt fyrir klukkan eitt. Otti segir engin sjáanleg göt á skipinu. „En við erum vissir um að það sé kominn sjór í vélarúmið. Í nótt dóu allar vélar og það slökknuðu öll ljós um borð í skipinu sem gaf til kynna að það væri allavega kominn sjór í vélarúmið. Meira vitum við ekki," segir hann. „Við sjáum ekki neinn alvöru leka en það er olíulykt í kringum skipið og eitthvað grugg sem við áttum okkur ekki alveg á hvað er af því að það er svo mikið brim í kringum skipið og það er allt á fleygiferð." Vísir/Einar ÁrnasonAðgerðir eru nú í biðstöðu en varðskipið Týr er komið á svæðið. Fundur Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar og annarra hlutaðeigandi um framhaldið hófst klukkan átta. Viðbragðsaðilum á vettvangi hefur fækkað mikið en þegar mest lét í nótt voru um 80 til 100 manns á svæðinu. Uppfært kl. 10:28: Eins og staðan er á vettvangi er ekki talið forsvaranlegt að ráðast í aðgerðir að svo stöddu vegna slæmra veðuraðstæðna. Ákvörðun um næstu skref verður tekin síðar í dag. Samráðsfundur stendur nú yfir með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar og almannavarna vegna strands flutningaskipsins Nordvik í Helguvík.Vísir/Einar ÁrnasonVísir/Einar Árnason Grindavík Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr skipinu," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. Fjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar flutningsskipið Fjordvik frá Álaborg rak upp í hafnargarðinn í Helguvík á innsiglingu í nótt. Mikill mannskapur var kallaður út þegar neyðarkall barst frá skipinu rétt fyrir klukkan eitt. Otti segir engin sjáanleg göt á skipinu. „En við erum vissir um að það sé kominn sjór í vélarúmið. Í nótt dóu allar vélar og það slökknuðu öll ljós um borð í skipinu sem gaf til kynna að það væri allavega kominn sjór í vélarúmið. Meira vitum við ekki," segir hann. „Við sjáum ekki neinn alvöru leka en það er olíulykt í kringum skipið og eitthvað grugg sem við áttum okkur ekki alveg á hvað er af því að það er svo mikið brim í kringum skipið og það er allt á fleygiferð." Vísir/Einar ÁrnasonAðgerðir eru nú í biðstöðu en varðskipið Týr er komið á svæðið. Fundur Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar og annarra hlutaðeigandi um framhaldið hófst klukkan átta. Viðbragðsaðilum á vettvangi hefur fækkað mikið en þegar mest lét í nótt voru um 80 til 100 manns á svæðinu. Uppfært kl. 10:28: Eins og staðan er á vettvangi er ekki talið forsvaranlegt að ráðast í aðgerðir að svo stöddu vegna slæmra veðuraðstæðna. Ákvörðun um næstu skref verður tekin síðar í dag. Samráðsfundur stendur nú yfir með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar og almannavarna vegna strands flutningaskipsins Nordvik í Helguvík.Vísir/Einar ÁrnasonVísir/Einar Árnason
Grindavík Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15