Halldór Jóhann: Ég á bara að halda kjafti Guðlaugur Valgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 22:26 Halldór var oft á tíðum hissa á dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira