Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:10 Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu. Vísir/EPA Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44
Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38