Áætlað að dælingu ljúki í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 09:52 Skipið strandaði aðfararnótt laugardags. Vísir/Einar Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. Hætta þurfti dælingu í gær þar sem dælurnar sem notaðar voru í verki voru ekki nægilega öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því var hæðarmunur þar sem Fjordvik liggur nokkru lægra en dælurnar sem voru uppi á landi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Vísi að nú sé búið að betrumbæta búnaðinn og aðferðirnar sem notaðar eru við dælinguna. Er áætlað að dælingu ljúki í dag en aðstæður á vettvangi eru góðar, sléttur sjór og logn. Að sögn Kjartans verður ekki ráðist í aðrar aðgerðir við skipið fyrr en dælingu er lokið. Þannig munu kafarar ekki fara niður að því til að kanna skemmdir fyrr en búið er að dæla allri olíu úr skipinu. Alls voru um 104 tonn af gasolíu um borð þegar Fjordvik strandaði. Eins og greint hefur verið frá er kominn sjór í vélarrúmið, vistarverur undir þiljum og eitthvað í lestina, þar sem sementið verður að klumpi ef það blotnar. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. Hætta þurfti dælingu í gær þar sem dælurnar sem notaðar voru í verki voru ekki nægilega öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því var hæðarmunur þar sem Fjordvik liggur nokkru lægra en dælurnar sem voru uppi á landi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Vísi að nú sé búið að betrumbæta búnaðinn og aðferðirnar sem notaðar eru við dælinguna. Er áætlað að dælingu ljúki í dag en aðstæður á vettvangi eru góðar, sléttur sjór og logn. Að sögn Kjartans verður ekki ráðist í aðrar aðgerðir við skipið fyrr en dælingu er lokið. Þannig munu kafarar ekki fara niður að því til að kanna skemmdir fyrr en búið er að dæla allri olíu úr skipinu. Alls voru um 104 tonn af gasolíu um borð þegar Fjordvik strandaði. Eins og greint hefur verið frá er kominn sjór í vélarrúmið, vistarverur undir þiljum og eitthvað í lestina, þar sem sementið verður að klumpi ef það blotnar.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00