Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 10:54 Frá heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna fyrr á árinu. EPA/JEON HEON-KYUN Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu. Asía Norður-Kórea Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu.
Asía Norður-Kórea Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira