Handbolti

Bjarni: Óttumst ekkert mótlæti

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Bjarni Fritzon er þjálfari ÍR.
Bjarni Fritzon er þjálfari ÍR. vísir/bára
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð sáttur eftir jafntefli, 28-28, gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld.

„Já. Ég er bara nokkuð sáttur,” sagði Bjarni í samtali við Vísi í leikslok.

Bjarni tók leikhlé fyrir lokasókn leiksins en sóknin endaði með að Andri Scheving varði skot frá Björgvin Hólmgeirssyni.

„Ég er ekkert eitthvað geggjað sáttur. Ég var að vonast til þess að við myndum komast í betri stöðu. Við hikum svolítið þegar þeir rjúka út og við spilum ekki það sem við settum upp í kjölfarið.”

„Við erum búnir að vera að tapa mikið af stigum á lokasekúndunum þannig að kannski vildu menn slútta bara og fá ekki mark í bakið. Ég er ánægður með það bara að fá allavega eitt stig og svo vinnum við í því að klára svona sóknir aðeins betur.”

„Ég er bara frábærlega ánægður með stuðninginn. Við erum búnir að vera í smá brekku, við erum búnir að vera að tapa jöfnum leikjum og við erum búnir að vera að lenda í smá meiðslum.”

„Þetta er ég mjög ánægður að sjá hjá ÍRingum að styðja við liðið sitt þegar það þarf á því að halda,” sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR um stuðninginn sem hans lið fékk í kvöld úr stúkunni.

ÍR eru ennþá í fallsæti þrátt fyrir að vinna eitt stig í kvöld. ÍR er í ellefta sæti með

„Við erum komnir með fjögur stig, það er ekki alveg það sem við ætluðum okkur en við erum búnir að vera í smá brekku. Við erum í heildina ekkert búnir að vera að spila hræðilegan handbolta.”

„Við erum búnir að vera að spila ágætlega. Það vantar smá uppá gæði hjá okkur og það vantar smá uppá lukku og svona. Við óttumst ekkert mótlæti, mótlæti er það sem gerir mann sterkan þannig að við komum bara geggjaðir út úr þessum kafla og förum á blússandi gír núna.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×