Píratar ræða meint einelti innan flokksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. nóvember 2018 22:05 Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“ Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“
Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27