Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Stöð 2 „Krafan um fundinn er byggð á lögum félagsins um að hundrað félagsmenn geti beðið um svona fund. Þegar þeir eru ekki nema helmingurinn af því segir það sig sjálft að við getum ekki orðið við beiðninni,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Á föstudag var send krafa, studd af 163 undirskriftum, um að félagsfundur yrði haldinn til að ræða stöðuna sem upp er komin í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr félaginu. Í tilkynningu frá stjórn félagsins kemur fram að aðeins 52 af þeim sem skrifuðu undir kröfuna séu félagsmenn. Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar. Hann segir að þegar Jötunn hafi slitið sig frá sameiningarviðræðum hafi bara verið vitnað í það sem Heiðveig hafi sagt um stjórnina. „Þetta eru svona einhverjar eftiráskýringar sem segja ekki neitt. Þetta er mjög sérkennilegt. Svo er þarna nýja fólkið í Alþýðusambandinu. Það blasti við að þegar stofnfundur hins nýja félags yrði, væru öll hin félögin búin að segja sig úr ASÍ. Þeirra upplegg er eitthvað tengt því að mínu mati. Það er pólitík í þessu.“ Hann segist hafa verið minntur á það af eldri félögum að þetta sé í þriðja sinn svo vitað sé sem einhverjum sé vikið úr félaginu. „Í hin tvö skiptin hefðu nú þótt léttvægar ástæður að baki miðað við nú. Skemmdarverkið er þvílíkt að þetta varð ekki umflúið,“ segir Jónas. Birtist í Fréttablaðinu Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Krafan um fundinn er byggð á lögum félagsins um að hundrað félagsmenn geti beðið um svona fund. Þegar þeir eru ekki nema helmingurinn af því segir það sig sjálft að við getum ekki orðið við beiðninni,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Á föstudag var send krafa, studd af 163 undirskriftum, um að félagsfundur yrði haldinn til að ræða stöðuna sem upp er komin í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr félaginu. Í tilkynningu frá stjórn félagsins kemur fram að aðeins 52 af þeim sem skrifuðu undir kröfuna séu félagsmenn. Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar. Hann segir að þegar Jötunn hafi slitið sig frá sameiningarviðræðum hafi bara verið vitnað í það sem Heiðveig hafi sagt um stjórnina. „Þetta eru svona einhverjar eftiráskýringar sem segja ekki neitt. Þetta er mjög sérkennilegt. Svo er þarna nýja fólkið í Alþýðusambandinu. Það blasti við að þegar stofnfundur hins nýja félags yrði, væru öll hin félögin búin að segja sig úr ASÍ. Þeirra upplegg er eitthvað tengt því að mínu mati. Það er pólitík í þessu.“ Hann segist hafa verið minntur á það af eldri félögum að þetta sé í þriðja sinn svo vitað sé sem einhverjum sé vikið úr félaginu. „Í hin tvö skiptin hefðu nú þótt léttvægar ástæður að baki miðað við nú. Skemmdarverkið er þvílíkt að þetta varð ekki umflúið,“ segir Jónas.
Birtist í Fréttablaðinu Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59