Rifbeinsbrotnaði við björgunina í Helguvík: „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 22:34 Guðmundur Ragnar Magnússon tók þátt í björgunaraðgerðunum í Helguvík aðfaranótt laugardags. Mynd/Aðsend Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent