Meintan blekkingarleik má rekja til óstöðugrar krónu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 10:59 Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. Vísir/Vilhelm Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“ Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“
Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira