Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 07:30 Prime Tours og Far-vel eru í eigu sama aðila. Fréttablaðið/Anton brink Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira