Mamman svindlaði og dóttirin var dæmd úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 10:30 Doris Chen. Vísir/Getty Það er oftast mjög gott að fá hjálp frá móður sinni en ekki alltaf. „Hjálpsöm“ móðir í úrtökumóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi gekk aðeins of langt. Doris Chen var eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að berjast um sæti á bandarísku atvinnumannaröðinni á næsta ári en draumur hennar breyttist í martröð. Doris Chen var nefnilega dæmd úr leik og ástæðan var framtakasemi móður hennar á hliðarlínunni. Doris Chen er fyrrum bandarískur háskólameistari í golfi og var að keppa á Pinehurst golfvellinum í Norður Karólínu þegar hún fékk óvænta en afdrifaríka hjálp. LPGA dæmdi Doris Chen úr leik fyrir að spila bolta sem móðir hennar, Yuh-Guey Lin, færði inn á braut eftir upphafshögg dóttur sinnar endaði utan brautar. Húsaeigandi í nágrenni holunnar var vitni að þessu og lét vita af svindlinu. Alex Valer, kylfusveinn Doris Chen, sagðist hafa reynt að fá hana til að segja frá því sem móðir hennar gerði en Doris tók það ekki í mál. Um leið og hún lék boltanum þá braut hún reglurnar og var á endanum dæmd úr leik.A nearby homeowner pointed to Chen's mom and said, "That person right there kicked your ball.” https://t.co/4ex8hU7NXh — New York Post Sports (@nypostsports) November 6, 2018Alex Valer sagði húseigandann hafa bent á móður Doris Chen og sakað hana um að koma boltanum aftur inn á braut. Doris Chen sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Þar talar hún um misskiling og að hún eða kylfusveinn hafi ekki séð neitt athugavert við stöðu boltans. Hún er því ekki að segja sömu sögu og kylfusveinninn hennar sem verður væntanlega ekki með henni í næsta móti.With God’s grace I decide to move on. Please respect my privacy. Thank you. pic.twitter.com/O79JcdKVON — Doris Chen (@DCHEN_03) November 4, 2018Í sjónvarpsviðtali eftir að hún var dæmd úr leik sagði Doris Chen vera miður sín yfir þessu máli og þvertók fyrir það að hún væri svindlari. Golf Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Það er oftast mjög gott að fá hjálp frá móður sinni en ekki alltaf. „Hjálpsöm“ móðir í úrtökumóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi gekk aðeins of langt. Doris Chen var eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að berjast um sæti á bandarísku atvinnumannaröðinni á næsta ári en draumur hennar breyttist í martröð. Doris Chen var nefnilega dæmd úr leik og ástæðan var framtakasemi móður hennar á hliðarlínunni. Doris Chen er fyrrum bandarískur háskólameistari í golfi og var að keppa á Pinehurst golfvellinum í Norður Karólínu þegar hún fékk óvænta en afdrifaríka hjálp. LPGA dæmdi Doris Chen úr leik fyrir að spila bolta sem móðir hennar, Yuh-Guey Lin, færði inn á braut eftir upphafshögg dóttur sinnar endaði utan brautar. Húsaeigandi í nágrenni holunnar var vitni að þessu og lét vita af svindlinu. Alex Valer, kylfusveinn Doris Chen, sagðist hafa reynt að fá hana til að segja frá því sem móðir hennar gerði en Doris tók það ekki í mál. Um leið og hún lék boltanum þá braut hún reglurnar og var á endanum dæmd úr leik.A nearby homeowner pointed to Chen's mom and said, "That person right there kicked your ball.” https://t.co/4ex8hU7NXh — New York Post Sports (@nypostsports) November 6, 2018Alex Valer sagði húseigandann hafa bent á móður Doris Chen og sakað hana um að koma boltanum aftur inn á braut. Doris Chen sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Þar talar hún um misskiling og að hún eða kylfusveinn hafi ekki séð neitt athugavert við stöðu boltans. Hún er því ekki að segja sömu sögu og kylfusveinninn hennar sem verður væntanlega ekki með henni í næsta móti.With God’s grace I decide to move on. Please respect my privacy. Thank you. pic.twitter.com/O79JcdKVON — Doris Chen (@DCHEN_03) November 4, 2018Í sjónvarpsviðtali eftir að hún var dæmd úr leik sagði Doris Chen vera miður sín yfir þessu máli og þvertók fyrir það að hún væri svindlari.
Golf Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn