Margrét Pétursdóttir, sviðsstjóri á endurskoðunarsviði EY, var kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda, á fundi þess í Sydney í Ástralíu þann 2. nóvember síðastliðinn.
Í tilkynningu frá EY kemur fram að IFAC samanstandi af 175 endurskoðunarfélögum í um 130 löndum og að baki standa félagsmenn sem telja 3 milljónir endurskoðenda.
Margrét verður fulltrúi Íslands og Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF) sem stóð að framboði hennar.
„Á síðustu árum hefur Margrét sérhæft sig sífellt meira í endurskoðun fjármálafyrirtækja og hefur Margrét jafnframt undirbúið stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu.
Margrét hefur verið gæðaeftirlitsmaður hjá EY og á vegum Félags löggiltra endurskoðenda, FLE. Margrét var formaður FLE á árunum 2015-2017 og formaður Norræna endurskoðunarsambandsins á árinu 2017,“ segir í tilkynningunni.
Margrét í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent



Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent


Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent