Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í Olísdeild karla, mun æfa með þýska liðinu Stuttgart á næstu dögum.
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar fer Elvar í þessari viku í skoðun hjá Stuttgart og mun æfa með liðinu.
Elvar hefur farið vel af stað með Aftureldingu á tímabilinu og er með 40 mörk í fyrstu sjö leikjunum. Elvar er fæddur árið 1994, uppalinn hjá Aftureldingu og hefur spilað með liðinu allan sinn feril.
Stuttgart er í 10. sæti þýsku Bundesligunnar eftir 11 leiki.
