Snæfell á toppnum, Keflavík kláraði KR og þriðji sigur Stjörnunnar í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 7. nóvember 2018 21:14 Brittanny leiddi sínar stúlkur til sigurs í kvöld. vísir/ernir Snæfell er eitt á toppi Dominos-deildar kvenna eftir að liðið vann öruggan sigur á Val, 90-74, í kvöld. Á sama tíma tapaði KR gegn Keflavík og Stjarnan marði Breiðablik í hörkuleik. Mikið jafnræði var í Keflavík í fyrri hálfleik en nýliðar KR höfðu einungis tapað einum leik í deildinni áður en kom að rimmunni í Keflavík í kvöld. KR var fimm stigum yfir í hálfleik 45-40 og var einnig fimm stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk en þá fóru heimastúlkur í gang. Þær náðu hægt og rólega að vinna mun KR upp og voru komnar yfir er tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum 77-73. Brittanny Dinkins var einu sinni sem oftar stigahæst hjá Keflavík en hún hefur farið á kostum á tímabilinu. Hún gerði 37 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en næst komu Bryndís Guðmundsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir með ellefu stig. Í liði KR var Kiana Johnson í sérflokki. Kiana skoraði 36 stig, tók sautján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir bætti við tólf stigum. KR og Keflavík eru bæði með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði en það eru einnig Stjörnustúlkur sem höfðu betur gegn botnliði Breiðabliks, 78-74, í Garðabænum í kvöld. Stjarnan leiddi frá upphafi í leiknum en nokkur spenna var undir lok leiksins. Þrátt fyrir það hélt Stjarnan forystunni og vann að lokum fjögurra stiga sigur. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar í liði Stjörnunnar. Trölla tvenna þar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 20 stig en Stjarnan er í öðru til fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Breiðablik er á botninum án stiga. Sanja Orazovic skoraði 28 stig fyrir Breiðablik auk þess að taka tíu fráköst en næst kom Kelly Faris með nítján stig og ellefu fráköst. Hún gaf að auki átta stoðsendingar. Snæfell hefur einungis tapað einum leik af fyrstu sjö leikjum sínum og er á toppnum eftir sextán stiga sigur á silfurliði Vals frá síðustu leiktíð í Stykkishólmi í kvöld, 90-74. Heimastúlkur voru komnar ellefu stigum yfir strax eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 42-28 yfir í hálfleik. Aldrei slökuðu heimastúlkur á klónni og þær ríghalda í toppsætið en Valur er í sjöunda sætinu með fjögur stig. Kristen Denise McCarthy gerði 32 stig, tók nítján fráköst og gaf sjö stoðsendingar hjá Snæfell en Heather Butler skoraði 18 stig og tók fimm fráköst fyrir gestina af Hlíðarenda. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Sjá meira
Snæfell er eitt á toppi Dominos-deildar kvenna eftir að liðið vann öruggan sigur á Val, 90-74, í kvöld. Á sama tíma tapaði KR gegn Keflavík og Stjarnan marði Breiðablik í hörkuleik. Mikið jafnræði var í Keflavík í fyrri hálfleik en nýliðar KR höfðu einungis tapað einum leik í deildinni áður en kom að rimmunni í Keflavík í kvöld. KR var fimm stigum yfir í hálfleik 45-40 og var einnig fimm stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk en þá fóru heimastúlkur í gang. Þær náðu hægt og rólega að vinna mun KR upp og voru komnar yfir er tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum 77-73. Brittanny Dinkins var einu sinni sem oftar stigahæst hjá Keflavík en hún hefur farið á kostum á tímabilinu. Hún gerði 37 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en næst komu Bryndís Guðmundsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir með ellefu stig. Í liði KR var Kiana Johnson í sérflokki. Kiana skoraði 36 stig, tók sautján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir bætti við tólf stigum. KR og Keflavík eru bæði með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði en það eru einnig Stjörnustúlkur sem höfðu betur gegn botnliði Breiðabliks, 78-74, í Garðabænum í kvöld. Stjarnan leiddi frá upphafi í leiknum en nokkur spenna var undir lok leiksins. Þrátt fyrir það hélt Stjarnan forystunni og vann að lokum fjögurra stiga sigur. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar í liði Stjörnunnar. Trölla tvenna þar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 20 stig en Stjarnan er í öðru til fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Breiðablik er á botninum án stiga. Sanja Orazovic skoraði 28 stig fyrir Breiðablik auk þess að taka tíu fráköst en næst kom Kelly Faris með nítján stig og ellefu fráköst. Hún gaf að auki átta stoðsendingar. Snæfell hefur einungis tapað einum leik af fyrstu sjö leikjum sínum og er á toppnum eftir sextán stiga sigur á silfurliði Vals frá síðustu leiktíð í Stykkishólmi í kvöld, 90-74. Heimastúlkur voru komnar ellefu stigum yfir strax eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 42-28 yfir í hálfleik. Aldrei slökuðu heimastúlkur á klónni og þær ríghalda í toppsætið en Valur er í sjöunda sætinu með fjögur stig. Kristen Denise McCarthy gerði 32 stig, tók nítján fráköst og gaf sjö stoðsendingar hjá Snæfell en Heather Butler skoraði 18 stig og tók fimm fráköst fyrir gestina af Hlíðarenda.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Sjá meira