Tiger Woods sagði nei takk við 400 milljóna tilboði frá Sádum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 09:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu. Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu.
Golf Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira