SUS-arar sussa á Bjarna Ben Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2018 13:23 SUS-arar eru afar ósáttir við orð formanns síns þess efnis að þeir sem aðhyllist aðskilnað ríkis og kirkju séu helst ungt fólk sem ekki þekkir áföll. fbl/ernir Foringjar í Sambandi ungra Sjálfstæðsimenna (SUS) eru afar ósáttir við ummæli sem formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, lét falla á nýafstöðnu kirkjuþingi. Þar sagði hann að krafa um aðskilnað ríkis og kirkju, eða ríkis og trúarbragða almennt, sé komin frá ungu fólki sem hafi ekki lent í áföllum á lífsleiðinni og þekki því ekki til sáluhjálpar þjóðkirkjunnar. SUS hefur sent frá sér ályktun þar sem þessi ummæli eru hörmuð. „Orðræða af þessu tagi lýsir gríðarlegum vanskilningi á málstað þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju, en um er að ræða baráttumál SUS til margra áratuga og samþykkta stefnu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Það er afar ómálefnalegt að afskrifa málstað þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju með þeim hætti sem Bjarni gerði.“Frá nýafstöðnu kirkjuþingi.fbl/eyþórÞá segir í tilkynningunni að málstaður þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju byggir í langflestum tilvikum á því að það sé ekki hlutverk ríkisins að skattleggja almenning til að fjármagna trúfélög, hvað þá eitt trúfélag framar öðrum. „Slíkt fyrirkomulag felur í sér mikið ójafnræði milli trúfélaga og er á skjön við lífsskoðanir fjölmargra Íslendinga, en sá hópur fer stækkandi með hverjum deginum og samanstendur af þjóðfélagshópum af öllum aldri og pólitískum skoðunum, og stendur í engu sambandi við reynslu fólks af áföllum í lífinu.“ Undir tilkynninguna skrifa Ingvar S. Birgisson formaður SUS og Andri Steinn Hilmarsson varaformaður. Þeir segja að SUS leggi áherslu á mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir auknu frelsi og dragi úr inngripum ríkisins í líf fólks. „Afar óeðlilegt er að formaður Sjálfstæðisflokksins standi í vegi fyrir frelsismálum sem flokksmenn og gríðarstór hluti þjóðarinnar styður.“ Þjóðkirkjan Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Foringjar í Sambandi ungra Sjálfstæðsimenna (SUS) eru afar ósáttir við ummæli sem formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, lét falla á nýafstöðnu kirkjuþingi. Þar sagði hann að krafa um aðskilnað ríkis og kirkju, eða ríkis og trúarbragða almennt, sé komin frá ungu fólki sem hafi ekki lent í áföllum á lífsleiðinni og þekki því ekki til sáluhjálpar þjóðkirkjunnar. SUS hefur sent frá sér ályktun þar sem þessi ummæli eru hörmuð. „Orðræða af þessu tagi lýsir gríðarlegum vanskilningi á málstað þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju, en um er að ræða baráttumál SUS til margra áratuga og samþykkta stefnu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Það er afar ómálefnalegt að afskrifa málstað þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju með þeim hætti sem Bjarni gerði.“Frá nýafstöðnu kirkjuþingi.fbl/eyþórÞá segir í tilkynningunni að málstaður þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju byggir í langflestum tilvikum á því að það sé ekki hlutverk ríkisins að skattleggja almenning til að fjármagna trúfélög, hvað þá eitt trúfélag framar öðrum. „Slíkt fyrirkomulag felur í sér mikið ójafnræði milli trúfélaga og er á skjön við lífsskoðanir fjölmargra Íslendinga, en sá hópur fer stækkandi með hverjum deginum og samanstendur af þjóðfélagshópum af öllum aldri og pólitískum skoðunum, og stendur í engu sambandi við reynslu fólks af áföllum í lífinu.“ Undir tilkynninguna skrifa Ingvar S. Birgisson formaður SUS og Andri Steinn Hilmarsson varaformaður. Þeir segja að SUS leggi áherslu á mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir auknu frelsi og dragi úr inngripum ríkisins í líf fólks. „Afar óeðlilegt er að formaður Sjálfstæðisflokksins standi í vegi fyrir frelsismálum sem flokksmenn og gríðarstór hluti þjóðarinnar styður.“
Þjóðkirkjan Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira