Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07