Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2018 20:45 Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. Lögreglan rannsaki mál hans sem mannshvarf. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði utanríkisráðherra út í það á Alþingi í dag hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson, sem talið væri að hafi fallið í átökum á yfirráðasvæði Tyrkja í Sýrlandi hinn 24. febrúar. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk,“ sagði Margrét. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði stjórnvöld hafa leitað aðstoðar helstu vinaþjóða í þessu máli og leitað upplýsinga hjá Tyrkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji Hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki. Við teljum borgaraþjónustuþætti málsins lokið í bili en lögreglan rannsakar málið sem mannshvarf. Utanríkisþjónustan mun áfram eiga reglulega samskipti við fulltrúa tyrkneskra yfirvalda í tengslum við þetta mál,“ sagði Guðlaugur Þór. Margrét sagði óásættanlegt að það væri ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. „Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,“ spurði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Og ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. Lögreglan rannsaki mál hans sem mannshvarf. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði utanríkisráðherra út í það á Alþingi í dag hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson, sem talið væri að hafi fallið í átökum á yfirráðasvæði Tyrkja í Sýrlandi hinn 24. febrúar. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk,“ sagði Margrét. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði stjórnvöld hafa leitað aðstoðar helstu vinaþjóða í þessu máli og leitað upplýsinga hjá Tyrkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji Hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki. Við teljum borgaraþjónustuþætti málsins lokið í bili en lögreglan rannsakar málið sem mannshvarf. Utanríkisþjónustan mun áfram eiga reglulega samskipti við fulltrúa tyrkneskra yfirvalda í tengslum við þetta mál,“ sagði Guðlaugur Þór. Margrét sagði óásættanlegt að það væri ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. „Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,“ spurði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Og ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00
Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00