Eftir fyrirgjöf Stephan Lichtsteiner féll Welbeck til jarðar inn í teig Sporting eftir einungis 25. mínútur en hann er sagður hafa meiðst á hægri fæti.
Þeir leikmenn sem komu nærri atvikinu gripu um andlit sér svo meiðslin eru líklega alvarleg hjá enska framherjanum.
Á þriðjudaginn var Welbeck valinn í enska landsliðið sem mætir Bandaríkjunum og Króatíu í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum en óvíst er hvort Welbeck geti tekið þátt í þeim leikjum.
Mesut Özil var ekki í hópi Arsenal í kvöld og hann var fljótur til að óska samherja sínum góðs bata.
Oh no ... get well soon Danny #Welbeck @Arsenal
— Mesut Özil (@MesutOzil1088) November 8, 2018