Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er á meðal frummælenda á fundinum. Vísir/Vilhelm Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku
Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira