Bestseller á Íslandi tapaði 105 milljónum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. október 2018 07:00 Til samanburðar hagnaðist félagið um 316 milljónir króna árið 2016 en söluhagnaður rekstrarfjármuna upp á 489 milljónir króna litaði afkomuna það árið. Vísir/Vilhelm Bestseller á Íslandi, sem rekur meðal annars tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Vila, Jack & Jones, Selected og Name It, tapaði liðlega 105 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins, V.M. ehf. Til samanburðar hagnaðist félagið um 316 milljónir króna árið 2016 en söluhagnaður rekstrarfjármuna upp á 489 milljónir króna litaði afkomuna það árið. Bestseller á Íslandi seldi vörur fyrir samanlagt 1.379 milljónir króna á síðasta ári og dróst salan saman um 9,6 prósent frá fyrra ári. Álagning af vörusölunni nam tæpum 816 milljónum króna í fyrra en hún var um 893 milljónir króna árið 2016. Rekstrartap félagsins nam 7 milljónum á síðasta ári borið saman við rekstrarhagnað upp á 152 milljónir árið 2016. Félagið átti eignir upp á 1.295 milljónir króna í lok síðasta árs en þar af námu veltufjármunir 1.105 milljónum. Skuldirnar námu um 1.267 milljónum króna og þar af voru skammtímaskuldir 684 milljónir króna. Var eigið fé félagsins ríflega 28 milljónir króna í lok ársins og eiginfjárhlutfallið því um 2,2 prósent. V.M. er í eigu fjárfestingafélagsins Vörðu Capital sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar. Í ársreikningnum er tekið fram að fjárfestingafélagið sé tilbúið til þess að styðja við áframhaldandi rekstur V.M. með eiginfjárframlagi sem nauðsynlegt er til að tryggja rekstrarhæfi félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Sjá meira
Bestseller á Íslandi, sem rekur meðal annars tískuvöruverslanirnar Vero Moda, Vila, Jack & Jones, Selected og Name It, tapaði liðlega 105 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins, V.M. ehf. Til samanburðar hagnaðist félagið um 316 milljónir króna árið 2016 en söluhagnaður rekstrarfjármuna upp á 489 milljónir króna litaði afkomuna það árið. Bestseller á Íslandi seldi vörur fyrir samanlagt 1.379 milljónir króna á síðasta ári og dróst salan saman um 9,6 prósent frá fyrra ári. Álagning af vörusölunni nam tæpum 816 milljónum króna í fyrra en hún var um 893 milljónir króna árið 2016. Rekstrartap félagsins nam 7 milljónum á síðasta ári borið saman við rekstrarhagnað upp á 152 milljónir árið 2016. Félagið átti eignir upp á 1.295 milljónir króna í lok síðasta árs en þar af námu veltufjármunir 1.105 milljónum. Skuldirnar námu um 1.267 milljónum króna og þar af voru skammtímaskuldir 684 milljónir króna. Var eigið fé félagsins ríflega 28 milljónir króna í lok ársins og eiginfjárhlutfallið því um 2,2 prósent. V.M. er í eigu fjárfestingafélagsins Vörðu Capital sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar. Í ársreikningnum er tekið fram að fjárfestingafélagið sé tilbúið til þess að styðja við áframhaldandi rekstur V.M. með eiginfjárframlagi sem nauðsynlegt er til að tryggja rekstrarhæfi félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Sjá meira