Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2018 07:00 Minnihlutinn telur alvarlega stöðu nú uppi í leikskólamálum í Hafnarfjarðarbæ. Fréttablaðið/Daníel Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira