Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Heimir Már Pétursson í Osló skrifar 31. október 2018 14:49 Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grænland Norðurlönd Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent