Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 18:37 Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Vísir/Egill Tveir eru í haldi lögreglu vegna brunans sem upp kom í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson var í beinni útsendingu frá vettvangi í fréttum Stöðvar 2 og ræddi við Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.Slökkvistarf stendur enn yfir en mikill eldur var í húsinu og ekki unnt fyrir slökkvilið að komast inn vegna gríðarlegs hita. „Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Slökkvistarf stendur enn yfir. Vettvangur verður lokaður óviðkomandi eftir að því lýkur vegna vettvangsrannsóknar, “ segir í tilkynningu lögreglu. Frekari upplýsingar sé ekki unnt að veita að sinni.Vísir/egillAlelda þegar slökkvilið mætti á staðinn Slökkvilið frá Selfossi og Hveragerði voru kölluð út klukkan 15:53 og var húsið alelda þegar þeir mættu á staðinn um fjögur í dag. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að reykkafarar hafi átt erfitt með að athafna sig sökum hita á efri hæð hússins, auk þess að litlar sprengingar hafi orðið í húsinu. Reykræsting hófst um klukkan 19:30.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:36.Stjórnendur slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutninga ráða ráðum sínum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonLögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Gengið sé út frá því við slökkvistarf að einn eða tveir séu inni í húsinu. Þá þurfi að gæta að því að spilla ekki rannsóknarhagsmunum en það sé erfitt í baráttunni við eldinn. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Tveir eru í haldi lögreglu vegna brunans sem upp kom í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson var í beinni útsendingu frá vettvangi í fréttum Stöðvar 2 og ræddi við Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.Slökkvistarf stendur enn yfir en mikill eldur var í húsinu og ekki unnt fyrir slökkvilið að komast inn vegna gríðarlegs hita. „Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Slökkvistarf stendur enn yfir. Vettvangur verður lokaður óviðkomandi eftir að því lýkur vegna vettvangsrannsóknar, “ segir í tilkynningu lögreglu. Frekari upplýsingar sé ekki unnt að veita að sinni.Vísir/egillAlelda þegar slökkvilið mætti á staðinn Slökkvilið frá Selfossi og Hveragerði voru kölluð út klukkan 15:53 og var húsið alelda þegar þeir mættu á staðinn um fjögur í dag. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að reykkafarar hafi átt erfitt með að athafna sig sökum hita á efri hæð hússins, auk þess að litlar sprengingar hafi orðið í húsinu. Reykræsting hófst um klukkan 19:30.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:36.Stjórnendur slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutninga ráða ráðum sínum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonLögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Gengið sé út frá því við slökkvistarf að einn eða tveir séu inni í húsinu. Þá þurfi að gæta að því að spilla ekki rannsóknarhagsmunum en það sé erfitt í baráttunni við eldinn.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09