„Reykkafarar hafa ekki getað kannað efri hæðina þar sem við teljum að fólkið sé“ Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 31. október 2018 20:30 Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09